Menningarferð til Egyptalands 16-28 Apríl 2020

kr.385,000 (Með VSK 11%)

SKU: 25 Flokkur

Lýsing

Einstök menningar og sólarferð til Egyptalands, þar sem við fáum að kynnast fornri menningu Egypta sem er meira en 6000 ára gömul, með íslenskumælandi Egypta.

Omar Salama er fararstjóri í ferðinni, hann hefur búið á Íslandi síðastliðin 15 ár, en er fæddur og uppalinn í Egyptalandi. Það þekkja hann margir Íslendingar úr skákheiminum. Hann fæddist í Alexandríu og bjó svo í Kaíró til 25 ára aldurs, áður en hann flutti til Íslands. Hann þekkir því vel menningu bæði Egyptalands og Íslands og hefur mikla þekkingu á þessu fjölmenna landi þar sem búa fleiri en 100 milljón manns. Í ferðin okkar verða líka sérfróðir innfæddir enskumælandi leiðsögumenn ásamt Omari.

Í þessari ferð heimækjum við Sfinx og píramídana, eitt af sjö undrum veraldar. Við heimsækjum líka musteri faróanna, moskur og markaði, förum í þriggja daga fljótasiglingu á Níl, heimsækjum dal konunganna, og Alexandríu

Fimmtudagur 16. apríl – Komum til Kaíró

Flug frá Keflavík 10:50, millilent í London Heatrow kl. 14:45. Förum frá London kl. 17:15 og lendum í Kaíró kl 23:15 og tékkum okkur inn á Le Méridien Pyramids Hotel.

Le Méridien Pyramids Hotel

Föstudagur 17. apríl – Píramídarnir og Sfinxinn í Giza.   

Eftir morgunmat er komið að því að skoða það sem margir hafa beðið eftir, að sjá píramídana og sfinxinn í Giza. Við borðum hádegismat á local veitingastað. Eftir það er frjáls tími og hægt að hvíla sig í sólinni við sundlaugarbakkann, með útsýni á pýramídana. 

Laugardagur 18 apríl –  Egypska Safnið

Í dag byrjum við daginn á að heimsækja þjóðminjasafn Egyptalands þar sem við sjáum meðal annars gullgrímu farósins Tutankhamun. Það kemur með okkur innfæddur Egyptafræðingur sem segir okkur frá öllu sem við sjáum á ensku.

Gullgríma Tut konungs, sem er til sýnis í Egypska Safninu

 

Sunnudagur 19 apríl – Frjáls dagur

Í dag er frjáls dagur í Kaíró.

Mánudagur 20 apríl – Luxor, musteri og magadans

Við fljúgum frá Kaíró til Luxur snemma morguns. Við komuna til Luxor förum við um borð í 5 stjörnu lúxusskipið NilegoddessVið byrjum á að koma okkur fyrir í káetunum okkar og borðum hádegismat á skipinu. 

Eftir hádegismatinn skoðum við musteri Karnak og Luxor musterið.

Um kvöldið er kvöldverður og magadanssýning um borð á Nilegoddess.

Þriðjudagur 21 apríl – Konungsdalurinn, Hatshepsut og sigling á Nílarfljótinu

Musteri Hatshepsut

Við byrjum daginn á að heimækja Konungadalinn í Luxor og musteri Hatshepsut drottningarinnar. Eftir skoðunarferðina förum við aftur á skipið og byrjum Nílarsiglinguna. 

Á leiðinni frá Luxur siglum við í gegnum Esna skipastigann sem er merkileg upplifun, skipið fer frá norðurhliðinni með lægra vatnsmagni, til suðurhliðarinnar. 

Það er stór upplifun að sigla eftir Níl, lengsta fljóti í Afríku þar sem báðir bakkar fljótsins eru fullir af leyndardómum Egyptalands. Við njótum útsýnisins frá bátnum og slökum á restina af deginum. 

Um kvöldið er koktailpartý og kvöldverður um borð í Nilegoddess.

Miðvikudagur 22. apríl – Edfu og Kom Ombo musterin og Galabya partý

Eftir morgunmat heimsækjum við Edfu Musterið á hestvagni. Musterið er risastórt og mikilfenglegt.

Við siglum svo til Kom Ombo og eftir hádegismat heimsækjum við Kom Ombo musterið.

Um kvöldið er kvöldverður á skipinu og Galabya partý. Þar geta þeir sem vilja verið í þjóðbúningi Suður Egyptalands í veislunni.

Fimmtudagur 23 apríl – Aswan stíflan, Philae hofið og sigling um grasagarðinn í Aswan

Í dag siglum við yfir til Aswan. Við komuna til Aswan heimsækjum við meðal annars háu Aswan stífluna og skoðum Philae hofið, sem er á eyju í miðju Nílarfljótinu.

Philae Hofið

Eftir hádegisverð á skipinu siglum við með felucca, egypskum seglbáti, í kringum Kitchener eyjuna þar sem er meðal annars fallegur grasagarður.

Eftir kvöldverð er Nubian þjóðdansasýning um borð á bátnum.

Föstudagur 24. apríl – Ferðumst frá Aswan aftur til Kaíró

Eftir morgunverð kveðjum við Nilegoddes og fljúgum aftur til baka til Kaíró. Við lendum kl 14:15 í Kaíró og tékkum okkur inn á fimm stjörnu hótelið okkar í Nýju Kaíró, þar sem við gistum seinustu næturnar í Egyptalandsferðalaginu okkar.

Restin af deginum er frjáls tími.

Aukaferð: Þeir sem vilja geta byrjað daginn á að heimsækja Abu Simbel, eitt af frægustu musterum heimsins. (ekki innifalið)

Laugardagur 25 apríl – Frjáls tími og Khan el-Khalili markaðurinn 

Khan el-Khalili markaðurinn

Við byrjum daginn á frjálsum tíma, þar sem meðal annars er hægt að njóta sólarinnar við sundlaugarbakkann.

Um kvöldið heimsækjum við Khan el-Khalili markaðinn, sem er einn af stæðstu mörkuðum í Kaíró, og við höfum tíma til að skoða og versla. 

Sunnudagur 26 apríl – Dagsferð til Alexandríu

Alexandria

Eftir morgunverðinn keyrum við til Alexandríu. Þar munu við heimsækja Montaza höllina, Qaitbay virkið og Pompay minnisvarðann. Við borðum hádegisverð á local veitingastað í Alexandríu.

Eftir skoðanaferðirnar keyrum við aftur á hótelið okkar í Kaíró.

Mánudagur 27 apríl – Kveðjum Egyptaland og heimsækjum London á leiðinni heim

Eftir morgunverð tékkum við okkur út af hótelinu og rúta keyrir okkur upp á flugvöll og við fljúgum til London.

Við lendum í london kl. 12:10. Rúta sækir okkur og keyrir á þriggja stjörnu hótel í London þar sem við gistum í eina nótt. Frjáls tími í London.

Þriðjudagur 28 apríl – Flogið heim til Íslands

Rútan sækir okkur á hótelið og keyrir okkur upp á flugvöll. Við fljúgum með British Airways og lendum í Keflavík kl. 10:00.

 

Innifalið í ferðinni okkar :

 • Flug fram og til baka með British Airways .
 • Flugvallagjöld og skattar
 • Ferðataska og handfarangur
 • Íslensk fararstjórn
 • Allar nætur á 5 stjörnu gistingu í Egyptalandi
 • Gisting í 1 nótt í London á 3 stjörnu hóteli.
 • Innanlands flug frá Kaíró til Luxor og frá Aswan til Kaíró með EGYPT AIR.
 • Morgunverður alla daga
 • Fullt fæði á fljótaskipi (3 nætur)
 • Allar rútuferðir í loftkældum rútum
 • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
 • Sérfróður innfæddur enskumælandi farastjóri
 • Allar ferðir milli flugvalla og hótela, komu og brottfara staða (ekki á Íslandi)

Ekki Innifalid í verði

 • Bólusetningar
 • Áritun til Egyptalands, fæst á 25 dollarar á flugvellinum í Kaíró fyrir Íslenska ríkisborgara

 

Borga staðfestingargjald

 

Panta einstaklingsherbergi 

 

Panta í tvíbýli

 

KLEOPATRA TOURS

Kleopatra Tours er Íslensk ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Mið-Austurlanda.

Omar Salama hefur búið á Íslandi í 15 ár, en bjó í Egyptalandi þar til hann var 24 ára. Hann hefur ferðast til fjölmargra landa í gegnum skák og hefur mikla þekkingu á menningu um allan heim.

 

Reviews

There are no reviews yet.

Only logged in customers who have purchased this product may leave a review.