Einstök ferð um Egyptaland með 13 daga siglingu á Níl ánni 19. október – 5. nóvember 2024

1.249.000 kr.

Einstök 17 daga ferð til Egyptalands þar sem siglt er niður Níl ánna frá Aswan í Suður-Egyptalandi til Kaíró á fimm stjörnu fljótabátnum Mövenpick M/S Darakum í 13 daga/ 12 nætur. Við byrjum ferðina í 3 daga í Kaíró þar sem við gistum í hjarta borgarinnar, við hlið Tahrir torgsins með útsýni á Níl. Þaðan ferðumst við suður til Aswan þar sem við gistum í 2 nætur á glæsilega 5 stjörnu Movenpick hótelinu á Elefantín eyjunni. Þar næst hefjum við 13 daga siglinguna á Níl, norður til Kaíró.

Hægt er að bóka sig í ferðina og greiða staðfestingargjald hér.

Í siglingunni okkar fáum við meðal annars að skoða hástífluna í Aswan, konungadalinn í Lúxor, Dandara musterið í Qena sem er frægt fyrir stjörnuskoðunarþak (Zodiac þak) sem var flutt til Louvre safnsins í París. Við siglum einnig til Súhag og heimsækum Abydos musteri sem er þekkt fyrir vel varðveittar teikningar og þar er listi yfir alla faróana, frá fyrsta faróinum til tíma Ramses II. Svo siglum við í gegnum skipastigann í Assiut og höldum áfram til Minya þar sem við skoðum Bani Hassan grafirnar og katakombs (grafgöng).

Við fáum að sjálfsögðu líka að upplifa allar frægustu og mest heimsóttu fornminjar Egyptalands eins og píramídana, sfinxinn í Giza og El Karnak musterið í Luxor sem er það stærsta í heimi og ótalmargt fleira.

Dagskráin er hönnuð til að hafa einnig frítíma á milli á skipinu okkar svo að við höfum nægan tíma til að njóta sólarinnar í Egyptalandi. Það er ótalmargt skemmtilegt í boði um borð, til dæmis er kokteilpartý, vínsmökkun, arabísk matreiðslukennsla og grillpartý on deck. Omar fararstjórinn okkar mun einnig fræða okkur meira um Níl og spjalla við okkur um daglegt líf í Egyptalandi í dag. Á skipinu okkar eru 3 sólarþilför, sem hentar öllum, þessi ferð er stórkostleg upplifun.

Nánari ferðalýsing og dagskrá er að finna hér að neðan:

Áfangastaður

Ferðalýsing

Einstök 17 daga ferð til Egyptalands þar sem siglt er niður Níl ánna frá Aswan í Suður-Egyptalandi til Kaíró á fimm stjörnu fljótabátnum Mövenpick M/S Darakum í 13 daga/ 12 nætur.

Píramídarnir í Giza, Konungadalurinn og Karnak musterið eru frægustu og mest heimsóttu fornminjar Egyptalands og meðal þess sem við fáum að sjá í þessari ferð, en þetta er eingöngu lítill hluti af þeirri arfleifð sem forn Egyptar skildu eftir sig. Í þessari siglingu sem tekur okkur eftir endilöngu Egyptalandi munum við kynnast mun fleiri fornleifum sem gefur dýpri upplifun á afrekum faróanna og skilning á hvernig list þeirra og arkitektúr breyttist yfir þúsundir ára.

Það er stór upplifun að sigla eftir Níl, lengsta fljóti í Afríku og einni lengstu á heimsins, þar sem báðir bakkar fljótsins eru fullir af leyndardómum Egyptalands sem ber vitni ótrúlegs verkvits þessa tíma. Auk þess að kynnast fornminjum og ríkri sögu forn Egypta, þá eru ýmsar upplifanir um borð í fljótabátnum, meðal annars Galabaia partý, magadans, vínsmökkun og matreiðslukennsla.

Píramídarnir og Sfinxinn í Giza

 

Í ferðinni fáum við að kynnast háþróaðri fornri menningu Egypta sem er meira en 6000 ára gömul. Við heimsækum Sfinxinn og píramídana í Giza, eitt af sjö undrum fornaldar sem enn stendur. Við upplifum hin fræga konungadal og ótöl musteri og grafhýsi sem hafa varðveist á ótrúlegan hátt þar sem við siglum eftir Níl ánni, lífæð landsins í yfir 7000 ár. Við heimsækjum markaði, kirkjur og moskur, og kynnumst Egyptalandi á einstakan hátt.

Omar Salama er fararstjóri í þessari ferð. Hann er fæddur og uppalinn í Egyptalandi en hefur búið á Íslandi í nærri 20 ár, og talar mjög góða íslensku. Margir  Íslendingar úr skákheiminum þekkja til Omars, þar sem hann hefur verið skákdómari í mörgum stærstu mótum Íslands, sem og fjölmörgum heimsmeistaramótum erlendis. Omar fæddist í Alexandríu og bjó í Kaíró til 25 ára aldurs, þegar hann flutti til Íslands. Hann þekkir því vel menningu bæði Egyptalands og Íslands og hefur mikla þekkingu á Egyptalandi sem er fjölmennt land þar sem búa fleiri en 100 milljón manna. Í ferðinni okkar verður einnig sérfróður enskumælandi leiðsögumaður sem er Egyptalandsfræðingur, ásamt Omari .

Abu Simbel og Omar, fararstjóri Kleopatratours
Omar er fararstjórinn okkar í ferðinni, hér við Abu Simbel.

Dagur 1: 19. október – Ferðadagur til Egyptalands

Við fljúgum frá Íslandi með Austrian kl. 00:10 aðfaranótt 19. október og millillendum í  Vinborg, og fljúgum svo áfram til Kaíró með Austrian þar sem við lendum kl. 15:45 á staðartíma. Rúta bíður okkar á flugvellinum og keyrir okkur á hótelið okkar. Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu InterContinental Semiramis Cairo Hotel og gistum þar fyrstu 2 næturnar með útsýni á Níl ánna. Hótelið er staðsett í hjarta Kaíró við Tahrir torg, sem þekktast er fyrir hið svokallaða arabíska vor. Frjáls tími restin af deginum. 

herbergi semiramis
Semiramis IHG Hotel
Semiramis sundlaug
Við Tahrir torg
Kaíró
previous arrow
next arrow

 

Kvöldverðarhlaðborð er innifalið á aðalveitingastað hótelsins um kvöldið.

(Kvöldverður innifalinn)

Dagur 2: 20. október – Pýramídarnir í Giza og Sfinxinn, Sakkara og Memphis

Eftir morgunverð er komið að því sem margir hafa beðið eftir, við heimsækjum hina frægu píramída í Giza og Sfinxinn. Við borðum hádegismat á egypskum veitingastað og eftir hádegisverðinn heimsækjum við Sakkara, gömlu þrepapíramídana sem voru undanfari píramídanna og Memphis, höfuðborg Egyptalands hins forna.

Mynd af þrepapíramídunum sem við heimsækjum í dag
Sakkara þrepapíramídarnir

 

(Morgunverður og hádegisverður innifalinn)

Dagur 3: 21. október – Suður-Egyptaland: Aswan

Eftir morgunverðinn skráum við okkur út af hótelinu og fljúgum til suður Egyptalands þar sem við byrjum upplifun okkar af hinu töfrandi Egyptalands hins forna í Aswan.

Við tékkum okkur inn á 5 stjörnu Movenpick Resort Aswan Hotel á Elefantín eyjunni og gistum fyrstu tvær næturnar í Aswan þar. Frjáls tími restin af deginum. Innifalið er glæsilegt kvöldverðarhlaðborð Mövenpick, sem hægt er að njóta úti á verönd hótelsins.

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 4: 22. október – Frjáls dagur í Aswan – Valferð til Abu Simbel

Eldsnemma er valfrjálst að bæta við ferð til Abu Simbel, eitt af frægustu musterum heimsins. Abu Simbel er staðsett syðst í Egyptalandi og var byggt af Ramses II, í kringum 1264 f.Kr. og er stórkostlegt dæmi um byggingarlist forn Egypta.  Geislar sólarinnar ná að lýsa upp andlit Ramses II inni í musterinu tvisvar sinnum á ári, á afmælisdaginn hans þann 22. október og daginn sem hann var krýndur, þann 22. febrúar. Musterið var í hættu þegar hástíflan í Aswan var byggð, en allt musterið var fært með hjálp UNESCO.

Abu Simbel musteri Ramses II og musteri Nefertari norðan megin við Abu Simbel
Það er einstök upplifun að skoða Abu Simbel

 

Einnig er valfrjáls ferð seinni partinn, þar sem farið er á siglingu á littlum bát á Nílánni og farið er í heimsókn í lítið Nubian þorp.

Sigling á Níl ánní í Aswan, þar sem við heimækjum Nubian þorp

 

(Morgunverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 5: 23. október – Hástíflan, Philae hofið og ókláraða obelísk

Eftir morgunverð skoðum við Hástífluna í Aswan, Philae hofið og hina ókláruðu broddsúlu sem Hatshepsut drottningin hafði í undirbúningi.

Philae hofið
Philae hofið

Eftir skoðunarferðir dagsins tékkum við okkur inn á MS Darakum Nile Cruise – 5 stjörnu fljótaskipið sem mun sigla með okkur gegnum Egyptaland næstu 13 dagana og borðum hádegisverð á skipinu.

20230314_173217 copy
DarakumMS2-4
Darakum_xxxxxxx_i113520
DarakumMS2-43
DarakumMS2-42
DarakumMS2-33
20230313_194134 copy
Sundeck copy 2
20230313_193925 copy
20230313_194149 copy
20230314_173204 copy
20230317_175735 copy
previous arrow
next arrow

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 6: 24. október – Frjáls dagur í Aswan – MS Darakum Nile

Frjáls dagur í Aswan, hægt að njóta þess að vera á bátnum, eða skoða Aswan betur.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 7: 25. október – Kom Ombo musterið

Frjáls tími um morguninn, og um 13:30 hefjum við siglinguna og siglum til Kom Ombo. Við heimsækjum Kom Ombo musterið og siglum til Edfu.

Kom Ombo hofið

 

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 8: 26. október – Edfu og Esna skipastiginn

Borðum morgunverð snemma um borð í skipinu og eftir morgunverð heimsækjum við Edfu Musterið á hestvagni. Musterið er risastórt og mikilfenglegt.

Edfu Musterið
Edfu Musterið

 

Við höldum svo siglingunni áfram og siglum til Luxor. Á leiðinni til Luxor siglum við í gegnum Esna skipastigann sem er áhugaverð upplifun, skipið fer frá suður hliðinni til norðurhliðarinnar með 8 metrum lægra vatnsmagni.

Esna skipastiginn

Um kvöldið heimsækjum við Luxor musterið.

Luxor musterið – það er einstaklega gaman að heimsækja það að kvöldi

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 9: 27. október- Konungadalurinn og Karnak musterið

Aukaferð er VAL fyrir þau sem vilja eldsnemma, þar sem flogið er í loftbelg yfir konungadalinn við sólarupprás.

Hægt er að fara í Loftbelg við sólarupprás, einstakt útsýni yfir Luxor, oft kallað stæðsta „open air“ safn heimsins

 

Við byrjum daginn á morgunverði á skipinu. Við heimækjum vesturbakka Luxor, meðal annars musteri Hatshepsut drottningarinnar og Konungadalinn í Luxor og þau sem vilja geta líka heimsótt gröf farósins Tutankhamun, þar sem hann hvílir.

Musteri drottningarinnar Hatshepsut

 

Seinni partinn heimsækjum við austurbakka Luxor, og skoðum El Karnak musterið sem var stærsta musterið á tímum fornegypta og er stærsta forna musteri sem hefur verið byggt.

El Karnak, stæðsta musteri heimsins

 

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 10: 28. október – Hathor musterið í Dandara

Morgunverður um borð í bátnum og við siglum yfir til Quena. Eftir hádegisverð heimsækjum við Hathor musterið í Dandara, eitt best varðveitta musteri Egyptalands. Hathor er gyðja ástar, fegurðar og frjósemis. Dandara musterið í Qena er meðal annars frægt fyrir stjörnuskoðunarþak (Zodiac þak) sem var flutt til Louvre safnsins í París. Eftir heimsóknina siglum við til Naga Hammadi.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 11: 29. október – Abydos Seti I

Morgunverður um borð á meðan við siglum til Balyana í gegnum Abu Homar skipastigann og skoðum svo Abydos Seti I musterið sem er eitt besta dæmi um Egypska list og er byggt til heiðurs guðinum Osiris. Abydos musterið er þekkt fyrir vel varðveittar teikningar og þar er listi yfir alla faróana, frá fyrsta faróinum til tíma Ramses II.

Temple of Seti I

 

Við siglum svo til Sohag, og borðum hádegisverð og kvöldverð á skipinu.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 12: 30.október – Frjáls dagur á bátnum og Prince Tawdous klaustrið

Morgunverður um borð í bátnum á meðan við siglum til Tel El Amarna.

Hádegisverður um borð í bátnum og stoppað fyrir framan Prince Tawdous klaustrið til þess að sjá klaustrið frá bátnum.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 13: 31.október – Tel El Amarna

Eftir morgunmat um borð í bátnum heimsækjum við grafhýsi Tel El Amarna og konunglega grafhýsi Akhnaten, litlu musteri Aten og  fleiri grafhýsi.

Akhetaton er ein af fáum borgum Egyptalands hins forna sem hefur verið grafin upp og haldið við á þennan hátt, þar sem fornleifafræðingarnir gátu endurbyggt óvenjulega nákvæma mynd af skipulagi borgarinnar. Borgin var staðsett miðja vegu milli Thebes (Luxor) og Memphis (Kaíró) við bakka Níl, og var byggð á 14 öld fyrir Krist af Egyptska kónginum Akhenaton og eiginkonu hans Nefertiti, sem flutti þegna sína þangað frá Luxor til þess að stofna nýja eingyðistrú, trú sólarguðsins Aten.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 14: 1. nóvember- Bin Hassan 

Morgunverður um borð í bátnum, heimsækjum Beni Hassan grafhýsin, forn Egypskan grafreit á austurbakka Níl. Við heimsækjum meðal annars grafhýsi Baquet III, grafhýsi Khety og grafhýsi Amenemhet.

Hádegisverður á bátnum og siglum til Beni Suif og kvöldverður á bátnum.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 15: 2. nóvember- Gamla Kaíró

Morgunverður um borð í bátnum og í dag siglum við til Kaíró. Eftir hádegisverð heimsækjum við gömlu Kaíró, hangandi kirkjuna, Abu Serga kirkjuna og Amr Ibn El As moskuna.

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 16: 3. nóvember – Þjóðmynjasafn Egyptalands, Salah El Din og Khan el Khalili markaðurinn

Eftir morgunverð byrjum við á að heimsækja hið fræga þjóðmynjasafn Egyptalands og eftir heimsóknina höldum við til gömlu Kaíró þar sem við skoðum Salah El Din borgarvirkið og moskvuna, og fáum okkur svo hádegisverð á vinsælum egypskum veitingastað. Eftir hádegisverðinn skoðum við Khan el Khalili Bazar-inn sem er yfir 600 ára gamall.

Salah El Din moskvan

(Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður innifalinn)

Dagur 17: 4. nóvember- Heimferðardagur

Eftir morgunverð á skipinu tékkum við okkur út og fljúgum aftur heim til Íslands. Flogið er frá Kaíró kl. 16:45 með Lufthansa við millilendum í Frankfurt kl. 20:20, og gistum á hóteli sem er tengt flugvelllinum eina nótt.

(Morgunverður innifalinn)

Dagur 18: 5. nóvember- Heimkomudagur

 Eftir morgunverð höldum við inn á flugstöðina. Við fljúgum frá Frankfurt 11:15 með Lufthansa og lendum aftur heima á Íslandi kl. 14:10.

(Morgunverður innifalinn)

* Athugið að dagskrá getur tekið breytingum.

Innifalið í ferðinni:

  • Flug fram og tilbaka með Austrian og Lufthansa
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska (23 kg) og handfarangur
  • Íslensk fararstjórn
  • Sérfróður innfæddur enskumælandi leiðsögumaður og Egyptalandsfræðingur
  • Innanlands flug frá Kaíró til Aswan
  • Gisting og fullt fæði á 5 stjörnu fljótaskipi (12 nætur/13 dagar)
  • Gisting í 2 nætur á 5 stjörnu hótelinu Intercontinental Semiramis Cairo Hotel
  • Gisting í 2 nætur á 5 stjörnu hótelinu Movenpick Resort Aswan
  • Gisting í 1 nótt á flugvallarhóteli við alþjóðaflugvöllinn í Frankfurt
  • Morgunverður alla daga
  • Hádegisverðir og kvöldverðir samkvæmt ferðalýsingu.
  • Allar skoðunarferðir og aðgangseyrir skv. ferðaáætlun
  • Allar rútuferðir milli flugvalla, hótela og fljótabáts (ekki á Íslandi) í loftkældri rútu og vatnsflöskur innifaldar í rútunni
  • Vegabréfsáritun til Egyptalands (fáum hana á flugvellinum í Kaíró fyrir íslenska ríkisborgara)

EKKI innifalið:

  • Þjórfé
  • Aðgangur inn í pýramídana, aðgangur að The Royal Mummy room í Egypska safninu, eða aðgangur að Tutankhamun Tomb í Konungadalnum. Má kaupa það á staðnum.
  • Valfrjálsar auka ferðir: Abu Simbel, loftbelgur í Luxor og ferð í Nubian þorp

Ferðin kostar : 1.249.000 kr.á mann m.v. 2 fullorðin saman í herbergi.

Einstaklingsherbergi kostar 425.000 kr. aukalega.

Staðfestingargjald er 120.000kr.

Hægt er að greiða staðfestingargjald fyrir ferðina með því að smella hér.

Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
E
Ellen Björnsdóttir
Sigling á Níl í mars 2023

Þessi ferð var í einu orði sagt STÓRKOSTLEG UPPLIFUN. Svo einstaklega vel skipulögð, ævintýra og menningarferð. Upplifunin var einstök , eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Frábær fararstjórn, þar sem allt var úthugsað og valið í ferðir og staði af mikilli þekkingu, hótel, vistarverur og matur í hæsta gæðaflokki.
Mæli 110% með Kleopatra tours og þeim ferðum sem þau bjóða uppá.

V
Verulega áhugavert

Verulega áhugaverð, sagnfræðileg ferð.